Fréttir

Laufey og Róbert klúbbmeistarar GS 2020
Laufey Jóna Jónsdóttir og Róbert Smári Jónsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 14. júlí 2020 kl. 10:00

Laufey og Róbert klúbbmeistarar GS 2020

Meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja lauk á laugardaginn. Keppt var í 12 flokkum og eignaðist klúburinn tvo nýja klúbbmeistara.

Í meistaraflokki kvenna varð Laufey Jóna Jónsdóttir klúbbmeistari eftir að hafa leikið hringina fjóra á 345 höggum. Laufey varð sex höggum á undan þeim Fjólu Margréti Viðarsdóttur og Andreu Ásgrímsdóttur.

Í karlaflokki sigraði Róbert Smári Jónsson á 299 höggum. Róbert varð fjórum höggum á undan Pétri Þór Jaidee og fimm höggum á undan Björgvini Sigmundssyni sem varð þriðji.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit allra flokka í Meistaramóti GS:

Meistaraflokkur karla:

1. Róbert Smári Jónsson, 299 högg
2. Pétur Þór Jaidee, 303 högg
3. Björgvin Sigmundsson, 304 högg

Meistaraflokkur kvenna:

1. Laufey Jóna Jónsdóttir, 345 högg
2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, 351 högg
3. Andrea Ásgrímsdóttir, 351 högg

Fyrsti flokkur karla:

1. Magnús Ríkharðsson, 304 högg
2. Sigurður Sigurðsson, 312 högg
3. Sigurður Vignir Guðmundsson, 318 högg

Annar flokkur karla:

1. Jóhannes Snorri Ásgeirsson, 322 högg
2. Bjarni Sæmundsson, 331 högg
3. Sveinn Björnsson, 339 högg

Annar flokkur kvenna:

1. Helga Sveinsdóttir, 384 högg
2. Ingibjörg Magnúsdóttir, 389 högg
3. Sigurrós Hrólfsdóttir, 407 högg

Þriðji flokkur karla:

1. Sigurður Guðmundsson, 350 högg
2. Haraldur Óskar Haraldsson, 355 högg
3. Jón Arnór Sverrisson, 360 högg

Fjórði flokkur karla:

1. Valgarður M. Pétursson, 367 högg
2. Kristinn Gíslason, 382 högg
3. Sigmundur Bjarki Egilsson, 384 högg

Fimmti flokkur karla:

1. Breki Freyr Atlason, 43 pkt
2. Kristján Helgi Jóhannsson, 38 pkt
3. Marel Sólimann Arnarsson, 30 pkt

Öldungaflokkur karla 65+: 

1. Óskar Herbert Þórmundsson, 92 pkt
2. Helgi Hólm, 90 pkt
3. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, 90 pkt

Opinn flokkur kvenna: 

1. Hildur Harðardóttir, 126 pkt
2. Kristina Elisabet Andrésdóttir, 106 pkt
3. Guðrún Þorsteinsdóttir, 106 pkt

Háforgjafarflokkur karla:

1. Jón Halldór Sigurðsson, 13 pkt

Háforgjafarflokkur kvenna: 

1. Margrét Sturlaugsdóttir, 68 pkt
2. Lovísa Falsdóttir, 57  pkt
3. Anna Steinunn Halldórsdóttir, 50 pkt