Fréttir

Lee Trevino - einn skemmtilegasti kylfingur allra tíma
Lee Trevino var frábær kylfingur og skemmtilegur á velli.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 22. september 2021 kl. 17:57

Lee Trevino - einn skemmtilegasti kylfingur allra tíma

Lee Trevino sigraði á sex risamótum á sínum ferli sem atvinnumaður í golfi. Hann sigraði alls 29 sinnum á PGA mótaröðinni og samtals 92 sinnum sem atvinnumaður.

Trevino sem nú er 82. aldursári var ekki síður þekktur sem skemmtikraftur á vellinum, einstaklega litríkur persónuleiki.

Í spilaranum hér að neðan er skemmtileg heimildarmynd þar sem rifjaðar eru upp margar sögur af þessum frábæra kylfingi.