Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Leiran á floti eftir stór rigningu
Þriðjudagur 11. ágúst 2009 kl. 13:19

Leiran á floti eftir stór rigningu

Nokkrar brautir fóru nánast á flot þegar mikla rigningu gerði síðdegis í gær í Leirunni. Mikil þurrkatíð hefur verið í meira en mánuð en lítil rigning í lok síðustu viku var vel þegin og mátti nánast sjá Leiruna grænka í bleytunni.
Í gær gerði hins vegar skýfall og þá urðu brautirnar eins og mynd Marinós Más Magnússonar, kylfings úr GS sýnir. Átjánda brautin nánast á floti. Einnig mátti sjá mikla polla á vellinum annars staðar. Ljóst er að undirlag brautanna var orðið svo þétt að það hleypti ekki bleytu strax í gegn. Hinar myndirnar sem fylgja fréttinni voru teknar af ljósmyndara kylfings.is um tveimur klukkustundum síðar og þá hafði vatnið greinilega komist niður í jarðveginn þó enn væru pollar víða á vellinum. Í morgun hins vegar voru þeir allir horfnir. Tæplega tuttugu stiga hiti og sól og rjómablíða tók við félögum GS. Um 100 manns eru skráðir í innanfélagsmót í dag sem er styrkt af Fylgifiskum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Svona leit 18. brautin út um tveimur klukkustundum síðar. Að neðan má sjá 17. brautina. Svona bleyta hefur ekki sést í Leirunni í manna minnum.

Þessa mynd fengum við svo senda frá Ásgeiri Eiríkssyni sem var við golfleik ásamt félaga sínum. Hann sagði að ár og stöðuvötn hefðu myndast á flötum og brautum og reglan um færslu vegna aðkomuvatns fékk nýja merkingu því það þurfti að færa út af brautum í röff. Á sama tíma og veðurguðirnir grétu yfir Leirunni mátti sjá í heiðan himin og sól í umhverfi golfvallarins.