Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

LET Access: Berglind á 76 höggum í Sviss
Berglind Björnsdóttir
Miðvikudagur 20. júní 2018 kl. 15:46

LET Access: Berglind á 76 höggum í Sviss

Þær Berglind Björnsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hófu í morgun leik á Lavaux Ladies Championship mótinu en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni í golfi. Eins og greint var frá fyrr í dag lék Guðrún Brá á 75 höggum.

Berglind hefur nú lokið leik í dag og kom hún í hús á 76 höggum, eða fjórum höggum yfir pari. Hún hóf leik á 10. holu í dag og lék fyrstu níu holurnar á þremur höggum yfir pari. Síðari níu holurnar lék hún betur en hún kom í hús á einu höggi yfir pari. Skorkort hennar má sjá hér að neðan.

Örninn 2025
Örninn 2025

Þegar fréttin er skrifuð er Berglind jöfn í 73. sæti en töluvert margar eiga enn eftir að ljúka leik.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.