Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Liðsfélagi Eyglóar Myrru vann Opna bandaríska áhugamannamótið
Fimmtudagur 2. september 2010 kl. 13:07

Liðsfélagi Eyglóar Myrru vann Opna bandaríska áhugamannamótið

Peter Uihlein vann um síðastliðna helgi Opna bandaríska áhugamannamótið sem fram fór á Chamber Bay vellinum. Uihlein, sem leikur með Oklahoma State háskólanum í háskólagolfinu, hafði betur gegn David Chung í úrslitaleiknum, 4/2, og fagnaði sigri á 21. afmælisdeginum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Þetta er klárlega besta afmælisgjöfin sem ég hef nokkurn tíma fengið. Það er frábært að bæta nafni mínu við á þennan bikar,“ sagði Uihlein sem er liðsfélagi Eygló Myrru Óskarsdóttur í golfliði Oklahoma State háskólans.

Uihlein er án efa einn efnilegasti kylfingur heims og er efstur á heimslista áhugamanna. Með sigrinum tryggði hann sér einnig sæti á Opna bandaríska meistaramótið á næsta ári og er framtíðin björt hjá þessum stórefnilega kylfingi. Hann fékk einnig McCormack medalíunni í vikunni en hún er veitt þeim kylfingi sem er efstur á heimslista áhugamanna þegar keppnistímabilið er á enda.

Þetta er í fjórða sinn sem kylfingur í Oklahoma State sigrar á Opna bandaríska áhugamannamótinu og alls enginn skortur á frábærum kylfingum sem æfa með Eygló Myrru. Caroline Hedwall frá Svíþjóð er ein efnilegasta golfkona í heimi og leikur með Oklahoma State háskólanum. Hún fékk silfurmedalíuna á Opna breska kvennamótinu í sumar þegar hún lék best áhugamanna í mótinu.


Eygló Myrra hugsi á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli.