Fréttir

Lögfræðingur Reed varar fréttamenn við því að kalla hann svindlara
Patrick Reed
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 11. janúar 2020 kl. 15:00

Lögfræðingur Reed varar fréttamenn við því að kalla hann svindlara

Eins og marg oft hefur verið fjallað um á síðustu vikum var Patrick Reed sakaður um svindl þegar hann bætti legu boltans síns í sandi á Hero World Challenge mótinu í desember síðastliðnum. Reed hefur sjálfur neitað því að hann hafi gert þetta vísvitandi og því sé ekki rétt að saka hann um svindl. 

Nú hefur fréttamönnum hjá Golf Channel borist bréf frá lögfræðingi Reed það sem þeim er skipað að hætta að kalla Reed svindlara, annars gætu þeir átt von á stefnu. 

Brandel Chamblee hjá Golf Channel sagði „að verja það sem Reed gerði er það sama og að verja svindl" en í bréfi sem hann fékk frá lögfræðingi Reed er honum bannað að dreifa eða birta falsfréttir um meint svindl Reed.

„Tilgangur þessa bréfs er að öðlast fullvissu þess að þú munir ekki halda áfram að dreifa, birta eða endurbirta falskar fullyrðingar um herra Reed, þar með talið hverskyns fullyrðingar um að hann hafi svindlað á Hero World Challenge mótinu á Bahama eyjum."