Fréttir

Lokaúrtökumótið áfram á Lumine til 2022
Andri Þór Björnsson var einn þriggja íslenskra kylfinga á lokaúrtökumóti Evrópumótsins í haust.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 15. febrúar 2020 kl. 18:23

Lokaúrtökumótið áfram á Lumine til 2022

Fram kemur á heimasíðu Evrópumótaraðar karla að búið sé að framlengja við Lumine golfsvæðið á Spáni þar sem lokaúrtökumót mótaraðarinnar hefur farið fram frá árinu 2017.

Núverandi samningur er til þriggja ára sem tryggir Lumine svæðinu úrtökumótið til ársins 2022.

Á Lumine golfsvæðnu eru tveir golfvellir, þeir Hills og Lakes, og hafa nú þegar 468 kylfingar keppt á völlunum tveimur frá árinu 2017 í móti sem talið er eitt af því erfiðasta í heiminum á ári hverju.

Íslendingarnir Andri Þór Björnsson GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR og Bjarki Pétursson GKB tóku allir þátt í lokaúrtökumótinu í haust en náðu ekki að tryggja sér þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu.