Fréttir

LPGA: Lopez fagnaði sigri eftir sjö holur í bráðabana
Gaby Lopez.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 20. janúar 2020 kl. 19:00

LPGA: Lopez fagnaði sigri eftir sjö holur í bráðabana

Fyrsta mót ársins á LPGA mótaröðinni, Diamond Resorts Tournament of Champions mótið, kláraðist ekki fyrr en í dag. Mótið átti upphaflega að ljúka í gær en vegna bráðabana sem dróst á langinn náðist ekki að ljúka leik fyrir myrkur.

Eins og kom fram í gær voru það þær Gaby Lopez, Nasa Hataoka og Inbee Park sem enduðu allar jafnar á 13 höggum undir pari. Park féll út í gær á þriðju holu bráðabanans. Þær Lopez og Hataoka héldu áfram þar til of mikið myrkur var komið á svæðinu en þá höfðu þær leikið fimm holur. Alltaf var 18. holan leikin sem er par 3 hola.

Þær snéru því aftur á völlinn í morgun og í fyrstu tilraun í morgun, sem var þá sjötta skiptið sem þær léku 18. holuna, fengu þær báðar par. Loks í sjöundu tilraun setti Lopez niður um 10 metra pútt fyrir fugl á meðan Hataoka fékk par.

Þetta var annar sigur Lopez á LPGA mótaröðinni en fyrsti sigurinn kom árið 2018 þegar að hún fagnaði sigri á Blue Bay LPGA mótinu.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.