Fréttir

LPGA: Ólafía Þórunn með á Lotte Championship
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Mánudagur 9. apríl 2018 kl. 11:00

LPGA: Ólafía Þórunn með á Lotte Championship

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er meðal keppenda á móti helgarinnar á LPGA mótaröðinni, Lotte Championship. Mótið hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn.

Ólafía Þórunn hefur nú fengið ágæta hvíld frá síðasta móti sem fór fram í byrjun mánðarins en ekki var leikið á LPGA mótaröðinni um helgina.

Líkt og svo oft áður eru flestir af bestu kylfingum heims skráðir til leiks á Lotte Championship en þetta er í annað skiptið sem Ólafía er meðal keppenda. Hún keppti einnig í mótinu í fyrra en þá komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 7 höggum yfir pari.

Fyrir mótið er Ólafía í 97. sæti á stigalista LPGA mótaraðarinnar eftir 5 mót. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum, fyrst á Bahama eyjum í byrjun árs og svo á Kia Classic í mars.

Hér er hægt að sjá keppendalista mótsins.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair USA
Icelandair USA