LPGA: Sörenstam komst í gegnum niðurskurðinn
Annika Sörenstam er á meðal keppenda á móti helgarinnar á LPGA mótaröðinni í golfi, Gainbridge LPGA.
Þetta er fyrsta mót Sörenstam í 13 ár á mótaröðinni eða frá því hún lék á lokamóti tímabilsins árið 2008.
Sörenstam, sem er 50 ára gömul, gerði sér lítið fyrir og komst í gegnum niðurskurðinn á föstudaginn þegar skorið var niður eftir tvo hringi. Hún hafði leikið hringina tvo samtals á 2 höggum yfir pari og var alveg við niðurskurðarlínuna.
Sörenstam fær því tvo hringi í viðbót en leikið er á Lake Nona golfvellinum í Flórída þar sem hún er meðlimur.
Lydia Ko er með eins höggs forystu eftir tvo hringi á 10 höggum undir pari. Ko hefur leikið fyrstu hringina á 65 og 69 höggum og er höggi á eftir Nelly Korda.
Þriðji hringur mótsins fer fram í dag, laugardag.