Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Masters: Staðan eftir fyrsta hring
Brooks Koepka.
Fimmtudagur 11. apríl 2019 kl. 23:40

Masters: Staðan eftir fyrsta hring

Fyrsti hringur Masters risamótsins fór fram í dag við fínar aðstæður á Augusta National vellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau og Brooks Koepka fóru best af stað og eru þeir jafnir í efsta sæti á 6 höggum undir pari. Koepka er í leit að þriðja risatitlinum í síðustu fjórum tilraunum á meðan DeChambeau á enn eftir að vinna sitt fyrsta.

DeChambeau og Koepka eru höggi á undan þrefalda Masters sigurvegaranum Phil Mickelson sem er í þriðja sæti.

Dustin Johnson og Ian Poulter eru jafnir í 4. sæti á 4 höggum undir pari.

Tiger Woods lék fyrsta hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og er jafn í 11. sæti. Nánar er hægt að lesa um hringinn hans með því að smella hér.

Sigurvegari síðasta árs, Patrick Reed, lék fyrsta hring mótsins á 73 höggum eða höggi yfir pari og er jafn Sergio Garcia og Rory McIlroy í 44. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)