Fréttir

McIlroy andlega búinn á því eftir fæðingu frumburðarins
Rory McIlroy og Erica Stoll.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 3. september 2020 kl. 22:01

McIlroy andlega búinn á því eftir fæðingu frumburðarins

Lokamót ársins á tímabilinu, Tour Championship mótið, á PGA mótaröðinni hefst á morgun og ræðst þá hver hampar FedEx bikarnum. Rory McIlroy getur með sigri í mótinu orðið fyrsti kylfingurinn í sögunni til að vinna bikarinn þrisvar sinnum.

Þrátt fyrir það þá mætti hann aðeins á svæðið í dag og er það vegna fæðingar frumburðar hans og Ericu Stoll sem fæddist á mánudaginn síðastliðinn. Stelpan hefur fengið nafnið Poppy Kennedy McIlroy.

Í viðtali í dag sagði hann að hann væri eðli sínu samkvæmt alveg búinn á því andlega.

„Ég meina, andlega er ég alveg búinn. Við tókum hana heim í gær og erum að reyna að koma okkur fyrir. Þetta var þægilegt á spítalanum. Þú færð svo mikla hjálp og hjúkrunarfræðingarnir eru nálægt og þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða. Síðan er þér rétt barnið og fólk segir bara 'Sjáumst seinna' og það fylgja engar leiðbeiningar.“

McIlroy tilkynnti það aðeins í síðustu viku að kona hans, Erica, væri óljótt og í framhaldinu talaði hann um það að hann myndi sleppa mótinu til að vera viðstaddur fæðinguna. Hann viðurkenndi einnig að óvissan sem fylgir því að verða foreldri hafa gert honum erfitt fyrir undanfarið.

„Það er mikið í gangi og maður hugsar um margt. Nú þegar fæðingin er búin og öllum heilsast vel þá líður mér betur og ég held að ég geti einbeitt mér alfarið að golfinu í þessa fjóra til fimm tíma á hverjum degi, sem er mjög gott.“

McIlroy byrjar á þremur höggum undir pari, sjö höggum á eftir Dustin Johnson sem er í forystu.