Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

McIlroy: Þetta var pirrandi
Rory McIlroy.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 24. febrúar 2020 kl. 23:04

McIlroy: Þetta var pirrandi

Norður-Írinn Rory McIlroy endaði í 5. sæti á Heimsmótinu í Mexíkó sem fór fram um helgina á Heimsmótaröðinni í golfi.

McIlroy var í forystu eftir fyrsta hring mótsins en náði ekki að halda sama dampi síðustu þrjá hringina og endaði enn einu sinni á meðal efstu manna.

Sólning
Sólning

Þrátt fyrir góðan árangur var McIlroy ekki sáttur því honum fannst eins og hann hefði getað gert betur.

„Þetta var pirrandi,“ sagði McIlroy eftir lokahringinn. „Mér líður eins og ég hafi ekki náð því besta fram. Augljóslega byrjaði ég vikuna vel en svo fannst mér eins og ég hafi átt nokkur slök högg og ég púttaði ekki jafn vel og ég hefði þurft að gera síðustu þrjá dagana.

Ég hlakka til að taka mér viku frí. Hlakka til að komast í burtu [frá keppnisgolfi] í stutta stund.“

McIlroy keppir næst á Arnold Palmer Invitational mótinu en næstu vikur þar á eftir verða þétt bókaðar hjá honum enda styttist í fyrsta risamót ársins, Masters mótið.

Örninn járn 21
Örninn járn 21