Fréttir

Meðalforgjöf íslenskra kylfinga rúmlega 28
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 10. desember 2019 kl. 12:00

Meðalforgjöf íslenskra kylfinga rúmlega 28

Í nokkur ár hefur Golfsamband Íslands tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir klúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Í kjölfar golfþings sambandsins sem fór fram í nóvember birtu þeir ýmis gögn sem Kylfingur hefur deilt með lesendum sínum undanfarnar vikur.

Meðal þess sem kemur fram í gögnum sambandsins er meðalforgjöf íslenskra kylfinga árið 2019 og má þar sjá ýmislegt áhugavert.

Af þeim 17.846 einstaklingum sem voru í golfklúbbi árið 2019 voru 68% karlkylfingar og var meðalforgjöf þeirra 25. 32% kylfinga eru því kvenkylfingar og er meðalforgjöf þeirra 35.

Ef þessum tölum er skellt saman fæst meðalforgjöf allra íslenskra kylfinga og er hún rúmlega 28.

Auk þessara talna gerði Gallup könnun fyrir GSÍ þar sem fyrirtækið tók saman dreifingu forgjafar hjá þeim 5.746 manns sem tóku þátt. Þar kom í ljós að einungis 4% allra kylfinga landsins eru með 5 í forgjöf eða lægra. Fjölmennasti hópurinn er með á milli 15 og 19,9 eða 21%. Nánari dreifingu má sjá hér fyrir neðan.

Helstu niðurstöður úr skýrslunni má sjá með því að smella hér.

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640