Fréttir

Mikil spenna fyrir lokahringinn í Las Vegas
Wolff á góða möguleika á sigri í Las Vegas í kvöld.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 10. október 2021 kl. 08:32

Mikil spenna fyrir lokahringinn í Las Vegas

Margir kylfingar eiga möguleika á sigri fyrir lokahringinn á Shriners Children´s Open mótinu á PGA mótaröðinni.

Adam Schenk hefur forystuna á 18 höggum undir pari. Matthew Wolff sem virðist vera að ná sér á strik að nýju kemur næstur einu höggi á eftir.

Þrír kylfingar eru svo jafnir í 3. sæti þeir Sam Burns sem hefur leikið frábærlega að undanförnu, Andrew Putnam og Chad Ramey.

Staðan í mótinu