Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Mikil uppsveifla í Golfklúbbi Mosfellsbæjar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 3. júlí 2025 kl. 12:43

Mikil uppsveifla í Golfklúbbi Mosfellsbæjar

Mikil aukning hefur verið í Golfklúbb Mosfellsbæjar á undanförnum árum og nú er svo komið að yfir fimmhundruð manns eru á biðlista eftir inngöngu í GM. Ágúst Jensson segir að starfið gangi eins og í sögu, vel gangi með golfvellina og þá sé félagsstarfið sterkt.

„Við erum búin að vera að pútta á flötum sem eru eins og teppi síðan í vor,“ segir Ágúst sem hefur áratuga reynslu í sportinu sem vallarstjóri og framkvæmdastjóri golfklúbba hér á landi. Vellir klúbbsins eru Hlíðavöllur sem er 18 holur og Bakkakot sem er er níu holu stuttur golfvöllur. „Það ætti að byggja 3-4 svona 9 holu golfvelli á höfuðborgarsvæðinu. Völlurinn er ótrúlega vinsæll og margir kylfingar hafa stigið sín fyrstu skref í íþróttinni í Bakkakoti,“ segir framkvæmdastjórinn en unnið hefur verið að því að bæta enn frekar aðstöðu í Bakkakoti. Nýlega var klúbbhúsið tekið í gegn og garðskáli byggður við. Þá hafa tvær nýjar brautir verið teknar í notkun. Bakkakotið er ótrúlega flottur golfvöllur. Hlíðavöllur opnaði snemma í vor og ástand hans hefur verið frábært,“ sagði Ágúst.

Örninn 2025
Örninn 2025