Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Molinari skrifar undir samning sem veitir aðdáendum innsýn í líf hans
Francesco Molinari.
Miðvikudagur 17. apríl 2019 kl. 12:00

Molinari skrifar undir samning sem veitir aðdáendum innsýn í líf hans

Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari hefur skrifað undir samning við GolfTV sem felur í sér að hann muni framleiða með þeim sérsniðið efni og klippur sem veita áhorfendum innsýn í líf hans. 

Klippurnar munu sýna á bak við tjöldin á PGA mótum, veita nánari innsýn í það hvernig Molinari undirbýr sig fyrir mót og fyrstu viðbrögð hans eftir hvern hring. Einnig mun GolfTV framleiða myndefni þar sem Molinari fer yfir tækni og æfingar sem hafa hjálpað honum að vinna 10 alþjóðleg mót og verða fyrsti evrópski kylfingurinn til að vinna fimm af fimm leikjum í Ryder bikarnum.

Molinari mun í kjölfar samningsins hafa merki GolfTV á pokanum sínum.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is