Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Myndband: Fyrsti sigur Ortiz kom á Houston Open
Carlos Ortiz. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 8. nóvember 2020 kl. 21:31

Myndband: Fyrsti sigur Ortiz kom á Houston Open

Hinn 29 ára gamli Carlos Ortiz sigraði í dag á Houston Open mótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Sigurinn var hans fyrsti á PGA mótaröðinni en hann er þriðji kylfingurinn frá Mexíkó sem sigrar á mótaröðinni.

Ortiz spilaði hringina fjóra á 13 höggum undir pari og varð að lokum tveimur höggum á undan Hideki Matsuyama og Dustin Johnson sem enduðu jafnir í 2. sæti.

Lokahringurinn var nokkuð spennandi en fuglar á 16. og 18. holu gerðu gæfumuninn fyrir Ortiz. Myndbönd af fuglunum má sjá hér neðst í fréttinni.

Næsta mót á PGA mótaröðinni er þriðja og síðasta risamót ársins, Masters mótið, sem fer fram dagana 12.-15. nóvember.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.