Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Myndband: Hápunktar lokahringsins á Reignwood LPGA Classic
In-Kyung Kim
Mánudagur 3. október 2016 kl. 13:12

Myndband: Hápunktar lokahringsins á Reignwood LPGA Classic

In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu kom, sá og sigraði á Reignwood LPGA Classic mótinu sem fram fór í Kína um helgina á LPGA túrnum með því að leika á 24 höggum undir pari. Kim sigraði með minnsta mun en hún lék höggi betur en Mi Jung Hur sem hafði leitt mest allt mótið.

Þetta var fjórði sigur Kim á LPGA mótaröðinni á ferlinum og sá fyrsti frá því árið 2010. Hún sigraði hins vegar fyrr á þessu ári á Evrópumótaröðinni á ISPS Handa Ladies European Masters sem fram fór í september.

Örninn 2025
Örninn 2025

Mi Jung Hur virtist vera búin að gefa þetta frá sér á lokahringnum en hún var á tveimur höggum yfir pari eftir 12 holur. Þá skellti hún hins vegar í fluggír og fékk 5 fugla á síðustu 6 holunum. Því miður fyrir hana var það ekki nóg og því stóð In-Kyung Kim uppi sem sigurvegari.

Hér að neðan eru hápunktar lokahringsins.

Ísak Jasonarson
[email protected]