Fréttir

Myndband: Högglengsti maður heims slær lengra með fleygjárni en flestir gera með dræver
Kyle Berkshire.
Þriðjudagur 19. janúar 2021 kl. 15:43

Myndband: Högglengsti maður heims slær lengra með fleygjárni en flestir gera með dræver

Það eru draumur flestra að geta staðið á teignum með dræverinn í höndunum, stillt sér upp við kúluna og slegið boltann þráð beint á miðja braut og langt.

Samkvæmt Bandaríska Golfsambandinu (e. USGA) er meðal högglengd áhugakylfinga 217 jardar, sem er rétt um 198 metrar. Því ættu flestir áhugakylfingar að vera sáttir við það að slá dræverinn yfir 200 metra.

Högglengsti maður heims, Kyle Berkshire, er ekki á alveg sömu skoðun. Hann hefur á sínum ferli lengst slegið 492 jarda, sem er rétt um 450 metrar. En hann slær ekki bara langt með drævernum því í gær birtist myndband af honum þar sem að hann slær boltann 260 jarda, eða rúmlega 237 metra, með 60° fleygjárni.

Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.