Fréttir

Myndband: Hughes átti högg lokadagsins á Travelers meistaramótinu
Mackenzie Hughes.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 30. júní 2020 kl. 08:00

Myndband: Hughes átti högg lokadagsins á Travelers meistaramótinu

Mackenzie Hughes átti tilþrif lokadagsins á Travelers meistaramótinu sem fór fram um helgina á PGA mótaröðinni.

Hughes endaði í þriðja sæti í mótinu en Dustin Johnson fagnaði sigri.

Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan setti Hughes niður rúmlega 14 metra pútt á 17. holu fyrir fugli og var það högg dagsins. Hughes gerði sér reyndar lítið fyrir og setti svipað pútt niður á 18. holu og kláraði því daginn með stæl.

Næsta mót á PGA mótaröðinni er Rocket Mortgage Classic mótið sem fer fram dagana 2.-5. júlí.