Fréttir

Myndband: Mickelson notaði pútter frá rúmlega 70 metrum
Phil Mickelson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 20. júlí 2020 kl. 20:30

Myndband: Mickelson notaði pútter frá rúmlega 70 metrum

Það voru erfiðar aðstæður á lokadegi Memorial mótsins sem lauk í gær á PGA mótaröðinni en aðeins fimm spilarar léku lokahringinn á undir pari.

Líkt og flestir var Phil Mickelson einn af þeim kylfingum sem átti í erfiðleikum með Muirfield Village völlinn. Þrátt fyrir að leika lokahringinn á 78 höggum og enda mótið jafn í 54. sæti á níu höggum yfir pari þá átti Mickelson eitt umtalaðasta augnablik mótsins.

Upphafshögg Mickelson á 13. holunni á lokahringnum endaði á miðri braut og átti hann þá rúmlega 70 metra eftir að holunni. Í stað þess að nota fleygjárn í annað höggið ákvað Mickelson að notast við pútterinn og þar sem hann hefur verið þekktur fyrir mikla hæfileika með fleygjárnunum sínum þá kom þetta mörgum á óvart. Púttið komst ekki allt leið inn á flöt og þurfi hann þá að grípa í fleygjárnið með frábærum árangri.

Myndband af atvikinu og ástæðu fyrir kylfuvalinu má sjá hér að neðan.