Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Myndir: Gary Player nakinn í tímariti ESPN
Gary Player er afar vel á sig kominn þrátt fyrir að vera orðinn 77 ára gamall.
Þriðjudagur 9. júlí 2013 kl. 15:30

Myndir: Gary Player nakinn í tímariti ESPN

Eins og við greindum frá fyrir skömmu þá er Gary Player nakinn á forsíðu ESPN ‘Body Issue’ tímaritinu..

Eins og við greindum frá fyrir skömmu þá er Gary Player nakinn á forsíðu ESPN ‘Body Issue’ tímaritinu sem kom út fyrir skömmu. Meðfylgjandi í þessari frétt eru myndirnar af Player sem lítur frábærlega út þrátt fyrir að vera orðinn 77 ára gamall.

Player hefur 24 sinnum sigrað á PGA-mótaröðinni og er einn af sigursælustu kylfingum allra tíma. Hann hefur lengi lagt mikla áherslu á líkamsrækt og var frömuður á sviði líkamsræktar innan golfsins á sínum tíma.

Örninn 2025
Örninn 2025

Carly Booth frá Skotlandi, sem leikur á Evrópumótaröð kvenna, kemur einnig fram nakin í blaðinu. Hún er 21 árs og hefur tvívegis sigrað á LET mótaröðinni.


Carly Booth frá Skotlandi er einnig mynduð nakin í 'Body Issue' tímariti ESPN.