Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndir: Öndverðarnesvöllur opnaði um helgina
Mynd: Facebook.
Mánudagur 13. maí 2019 kl. 13:21

Myndir: Öndverðarnesvöllur opnaði um helgina

Árlegur vinnudagur Golfklúbbs Öndverðarness var haldinn um helgina. Fjöldi félagsmanna mætti og lagði sitt af mörkum við hin ýmsu verk á vellinum og í golfskála og í kjölfarið var Öndverðarnesvöllur formlega opnaður.

Stærstu verkin í ár voru tyrfingar hér og þar um völlinn, hellulögn við nýja teiga á 8. holu og vinna við um 600 metra af drenskurðum sem vallarstarfsmenn höfðu grafið í 11. brautina og æfingasvæðið.

Myndir frá Facebook síðu Golfklúbbs Öndverðarness má sjá hér fyrir neðan:

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)