Fréttir

Nældi sér í nýja BMW X7 eftir draumahögg
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 14:35

Nældi sér í nýja BMW X7 eftir draumahögg

Walesverjinn Bradley Dregde gerði sér lítið fyrir og nældi sér í splunkunýjan BMW X7 þegar hann fór holu í höggi á 17. braut á Opna skoska mótinu á fyrsta keppnisdegi á Renaissance vellinum í North Berwick í Skotlandi.

Dredge átti frábært högg sem endaði í holunni en brautin er 180 metrar og notaði hann 6 járn. Bíllinn er glæsilegur, nýjasta gerð af BMW jeppum.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640