Fréttir

Nike græðir milljarða á sigri Woods
Tiger Woods.
Mánudagur 15. apríl 2019 kl. 23:57

Nike græðir milljarða á sigri Woods

Eins og flestir vita nú orðið þá sigraði Tiger Woods sitt fyrsta risamót í gær þegar að hann fagnaði sigri á Masters mótinu og nældi sér í leiðinni í sinn fimmta græna jakka. 

Allt frá árinu 1996 hefur aðal styrktaraðili Woods verið Nike. Um tíma lék hann með Nike kylfur en þeir hættu að framleiða kylfur fyrir nokkrum árum. Núverandi samningur Woods var undirritaður árið 2013 og er virði hans talið um 200 milljónir dollara, sem er um það bil 24 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi. Nú velta eflaust einhverjir fyrir sér hvernig Nike getur borgað einum íþróttamanni svona geigvænlegar upphæðir.

Samkvæmt sérfræðingum er talið að á meðan lokahringnum stóð hafi Nike selt vörur fyrir meira en 22,5 milljónir dollara, sem er rétt um 2,7 milljarður íslenskra króna. Í ofan á lag þá hækkuðu hlutabréf Nike um 0,6%.

Þetta er engar smá upphæðir en það er alveg ljóst að Nike er löngu búið að fá allan þann pening til baka sem þeir borguðu Woods fyrir það eitt að nota búnaðinn þeirra.

Nike var ekki eina fyrirtækið sem naut góðs af sigri Woods. Hlutabréf japanska lyfjaframleiðandans, Kowa Co., sem er einn af styrktaraðilum Woods og gerir meðal annars verkjalyf, rauk upp um 23% í morgun.

Rúnar Arnórsson
[email protected]