Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Nóg um að vera um helgina | Mót á þremur stærstu mótaröðunum
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 19. janúar 2021 kl. 19:58

Nóg um að vera um helgina | Mót á þremur stærstu mótaröðunum

Þó svo að varla verði mikið golf spilað á íslenskum golfvöllum næstu dagana geta golfþyrstir kylfingar fagnað því að nóg verður um að vera út í heimi og því hægt að fylgjast með bestu kylfingum heims keppa.

Á fimmtudaginn hefst þriðja mót ársins á PGA mótaröðinni en það er The American Express mótið fer fram. Leikið er á La Quinta vellinum í Kaliforníu. Margir af bestu kylfingum heims verða á meðal keppenda.

Örninn 2025
Örninn 2025

Nýtt tímabil á Evrópumótaröð karla hefst svo á fimmtudaginn þegar Rolex Series mótið, Abu Dhabi HSBC meistaramótið, fer fram. Mótaröðin byrjar af miklum krafti og eru til að mynda Rory McIlroy og Justin Thomas á meðal keppenda. Mótið er leikið á Abu Dhabi golfvellinum og er heildarverðlaunafé 8 milljónir dollara.

Að lokum hefst nýtt tímabil á LPGA mótaröðinni. Það er Diamond Resorts Tournament of Champions sem er fyrsta mót tímabilsins. Aðeins 25 kylfingar eru á meðal keppenda en mótið samanstendur af kylfingum á LPGA mótaröðinni og þekktu fólki úr ýmsum geirum. Leikið er á Tranquilo vellinum í Flórída.