Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur lék fyrsta hringinn á 75 höggum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 6. ágúst 2020 kl. 11:13

Nordic Golf: Guðmundur lék fyrsta hringinn á 75 höggum

GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék í dag fyrsta hringinn á Thisted Forsikring Championship mótinu á Nordic Golf mótaröðinni á 75 höggum eða fjórum höggum yfir pari.

Guðmundur fékk alls tvo fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum en hann er jafn í 62. sæti þegar fréttin er skrifuð. Alls eru 89 kylfingar með í mótinu.


Skorkort Guðmundar.

Á morgun, föstudag, fer seinni hringur mótsins fram. Efsti kylfingur mótsins er á 8 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Tengdar fréttir:

Guðmundur Ágúst mun ekki verja titilinn