Fréttir

Nordic Golf: Rúnar endaði í 42. sæti á Lumine Hills Open
Rúnar Arnórsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 25. febrúar 2020 kl. 14:49

Nordic Golf: Rúnar endaði í 42. sæti á Lumine Hills Open

Atvinnukylfingurinn Rúnar Arnórsson GK endaði í dag í 42. sæti á Lumine Hills Open mótinu sem fór fram á Nordic Golf mótaröðinni. Mótið var haldið á Lumine golfsvæðinu en þar eru vellirnir Hills og Lakes.

Rúnar lék sinn besta hring á Lakes vellinum á fyrsta keppnisdegi þegar hann kom inn á 4 höggum undir pari en seinni tvo hringina lék hann á þremur og fimm höggum yfir pari á Hills vellinum. Samtals var því Keilismaðurinn á 4 höggum yfir pari og endaði í 42. sæti.

Rúnar var einn af þremur Íslendingum í mótinu en auk hans kepptu þeir Ragnar Már Garðarsson og Bjarki Pétursson. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn að tveimur hringjum loknum.

Næsta mót á Nordic Golf mótaröðinni fer fram dagana 28. febrúar til 1. mars á sömu völlum en þá endar mótið á Lakes vellinum.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.