Fréttir

Nordic Golf: Slæmur endir hjá Guðmundi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 15. ágúst 2019 kl. 17:00

Nordic Golf: Slæmur endir hjá Guðmundi

Fyrsti hring Åhus KGK ProAm mótsins á Nordic Golf mótaröðinni fór fram í dag. Guðmundur Ágúst Kristjánsson var rétt í þessu að ljúka leik en þeir Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús luku leik fyrr í dag en lesa má um hringina hjá þeim hérna.

Guðmundur hóf leik á 10. holu í dag og voru fyrri níu holurnar hjá honum skrautlegar. Hann fékk þrjá fugla, tvo skolla, einn skramba og restina pör og var því á höggi yfir pari. Á þeim gekk lítið upp hjá Guðmundir en hann fékk fjóra skolla einn skramba og restina pör. Hann kom því í hús á 77 höggum, eða sjö höggum yfir pari.

Eftir daginn er Guðmundur jafn í 63. sæti en skor voru fremur há í dag. Efstu menn eru á fjórum höggum undir pari, þremur höggum á undan næstu mönnum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.