Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Nordic Golf: Strákarnir hefja leik á morgun
Haraldur Franklín Magnús
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 12. júní 2019 kl. 08:30

Nordic Golf: Strákarnir hefja leik á morgun

Fjórir íslenskir kylfingar hefja á morgun leik á PGA Championship mótinu á Nordic Golf mótaröðinni. Mótið er leikið í Svíþjóð og eru þeir Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús á meðal keppenda. 

Axel á fystur rástíma af Íslendingunum og hefur leik klukkan 8:10 að staðartíma eða klukkan 6:10 á íslenskum tíma. Næstur er Guðmundur Ágúst klukkan 6:40 á íslenskum tíma, síðan Andri klukkan 11 á íslenskum tíma og lokst Haraldur, klukkan 11:50 á íslenskum tíma.

Guðmundur og Haraldur voru báðir í toppbaráttunni í síðustu viku á Thisted Forsikring Championship mótinu og fór svo að Haraldur endaði í 2. sæti og Guðmundur í því 6. Það verður spennandi að fylgjast með hvort strákarnir nái að fylgja eftir þessum góða árangri.

Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu.