Norðmaðurinn í stuði - vann og lék síðustu níu á 7 undir pari
Norðmaðurinn Viktor Hovland sigraði á BMW mótinu, næst síðasta mótinu á FedEx úrslitakeppninni á PGA mótaröðinni. Hann gerði sér lítið fyrir og lék lokahringinn á 61 höggi, níu höggum undir pari en það er met í FedEx keppninni.
Hovland kom aftan að efsta manni heimslistans sem var kominn með aðra hönd á titilinn í lokahringnum. Norðmaðurinn lék magnað golf á síðustu níu holunum þegar hann fékk sjö fugla og tvö pör og kom inn á 28 höggum. Hann hefur nú sigrað á fimm PGA mótum og 19 sinnum verið í topp 5.
Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans og Englendingurinn Matt Fitzpatrick deildu öðru sætinu og N-Írinn Rory McIlroy varð í 4. sæti, höggi á undan meistaranum á OPNA meistaramótinu fyrr í sumar.
Lokamótið í FedEx úrslitakeppninni verður um næstu helgi en þá keppa 30 efstu kylfingarnir um hæsta verðlaunafé ársins á PGA mótaröðinni.
Hér má sjá það besta frá lokahring Hovlands á BMW mótinu.
Potential trouble turned into a tap-in birdie 👏
Viktor Hovland navigated a difficult situation on No. 14 with ease @BMWChamps. pic.twitter.com/hA4bFMgglp