Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Ólafía Þórunn fór ekki vel af stað á Shoprite LPGA
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 7. júní 2019 kl. 21:20

Ólafía Þórunn fór ekki vel af stað á Shoprite LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag fyrsta hringinn á Shoprite LPGA Classic sem er hluti af sterkustu mótaröð heims, LPGA mótaröðinni.

Ólafía náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum og lék á 4 höggum yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er hún jöfn í 124. sæti af 144 keppendum.

Ólafía hefur oftar en ekki verið með fleiri hittar flatir en hún var í dag með 11 hittar flatir í tilætluðum höggafjölda og var með 31 pútt. Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Annar hringur mótsins fer fram á morgun og er nokkuð líklegt að Ólafía þurfi að leika undir pari á þeim hring til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.