Fréttir

Oosthuizen leiðir fyrir lokadaginn á Opna mótinu
Oosthuizen leiðir með einu höggi fyrir lokahringinn
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 17. júlí 2021 kl. 19:06

Oosthuizen leiðir fyrir lokadaginn á Opna mótinu

Louis Oosthuizen frá Suður Afríku leiðir áfram á Opna mótinu fyrir lokahringinn á 12 höggum undir pari. Næstu kemur Collin Morikawa einu höggi á eftir. Jordan Spieth er í 3. sæti tveimur höggum þar á eftir á samtals 9 höggum undir pari. Spieth lék eins og Spieth í dag, sló ævintýraleg högg úr erfiðum aðstæðum og bjargaði sér hvað eftir annað. Setti niður löng pútt og missti önnur stutt þegar síst skyldi.

Skipuleggjendur mótsins vildu greinilega ekki að skorið yrði of lágt í dag og náðu að koma í veg fyrir það með mjög snúnum holustaðsetningum.

Lokadagurinn verður gríðarlega spennandi og margir kylfingar eiga möguleika á að blanda sér í baráttuna um sigurinn.

Staðan fyrir lokadaginn