Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Opna bandaríska hefst á morgun | Tiger talinn líklegastur
Tiger Woods
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 12. júní 2019 kl. 23:00

Opna bandaríska hefst á morgun | Tiger talinn líklegastur

Opna bandaríska meistaramótið hefst á morgun á Pebble Beach í Kaliforníu og er alltaf vinsælt að spá í hver sé líklegastur til að vinna mótið. Tiger Woods er kannski ekki með lægstu stuðlana í veðbönkunum en hann er samt sem áður vinsælasti kosturinn hjá þeim sem eru að leggja undir. 

Woods sigraði á Masters mótinu fyrir tveimur mánuðum og snýr nú aftur á Pebble Beach þar sem hann sigraði með 15 höggum árið 2000. Hjá veðbönkum er hann með stuðulinn 10/1, líkt og Rory McIlroy. Aðeins tveir kylfingar hafa lægri stuðul, Dustin Johnson með 7/1 og Brooks Koepka með 8/1. 

Woods er bæði vinsælastur í fjölda einstakra veðmála en einnig hefur mesta upphæðin verið sett á hann. Næstur í fjölda einstakra veðmála er Dustin Johnson en Jordan Spieth kemst næst Tiger í heildarupphæð veðmála.