Fréttir

Opna indverska mótinu aflýst
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 5. júlí 2020 kl. 21:34

Opna indverska mótinu aflýst

Um helgina tilkynnti Evrópumótaröð karla að Opna indverska mótið sem fara átti upprunalega fram í mars á þessu ári mun ekki fara fram í ár vegna aðstæðna í heiminum.

Snemma á árinu höfðu mótshaldarar frestað mótinu um ókominn tíma en reiknað var með að mótið myndi fara fram í haust, um helgina varð hins vegar ljóst að það verður ekki niðurstaðan.

Opna indverska mótið hefur farið fram frá árinu 1964 og er einn elsti alþjóðlegi íþróttaviðburður Indlands. Mótið hefur verið hluti af Evrópumótaröð karla frá árinu 2015.