Öruggur sigur hjá Guðmundi | Axel stigameistari
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson sigraði í dag með miklum yfirburðum á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitasmótinu, sem fór fram á Grafarholtsvelli.
Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá á 14 höggum undir pari og sigraði að lokum með fimm högga mun. Hann lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari og kom sér aldrei í teljandi vandræði.
Það sem skóp sigurinn hjá Guðmundi var glæsilegur annar hringur þar sem hann sló vallarmetið á Grafarholtsvelli þegar hann kom inn á 63 höggum.
Axel Bóasson endaði í öðru sæti á 9 höggum undir pari. Hann varð jafnframt stigameistari eftir glæsilega spilamennsku á tímabilinu þar sem hann varð meðal annars Íslandsmeistari í höggleik.
Staða efstu kylfinga í karlaflokki:
1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, -14
2. Axel Bóasson, -9
3. Rúnar Arnórsson, -6
4. Fannar Ingi Steingrímsson, -4
5. Ólafur Björn Loftsson, -3
5. Andri Þór Björnsson, -3
Axel Bóasson. Mynd: [email protected]