Ótrúlegur sigur hjá Kaufman
Smylie Kaufman tókst að sigra á Shriners mótinu á PGA mótaröðinni. Kaufman var í 27. sæti fyrir lokahringinn og fáir sem bjuggust við honum í baráttunni. Kaufman lék TPC Summerlin völlinn í Las Vegas á 61 höggi eða 10 höggum undir pari á lokahringnum.
Kaufman byrjaði hringinn rólega og var einu höggi undir pari eftir sjö holur. Á áttundu holu datt kappinn hins vegar í gírinn og á seinustu ellefu holunum fékk hann átta fugla, einn örn og þrjú pör. Kaufman lék því seinni níu holurnar á 29 höggum og þetta skaut honum beint í fyrsta sætið.
Smylie Kaufman birdies the 72nd hole to shoot 61See this birdie? It gave rookie Smylie Kaufman a final-round 61 and the solo lead.
Posted by PGA TOUR on Sunday, 25 October 2015
Kaufman, sem endaði á 16 höggum undir pari í mótinu, þurfti hins vegar að bíða eftir að sjá hvernig mótið endaði þar sem hann kláraði langt á undan lokahollunum. Stegmaier, sem leiddi fyrir hringinn, lék á 69 höggum en það dugði bara til þess að enda á 15 höggum undir pari.
Kevin Na var í hvað besta möguleikanum að jafna við Kaufman en hann var kominn 16 högg undir par þegar hann átti tvær holur eftir. Na fékk hins vegar skolla á 17. holu og varð einnig að sætta sig við að enda á 15 höggum undir pari.
Alls voru sex kylfingar jafnir í öðru sæti, einu höggi á eftir Kaufman sem var að vinna sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni.