Patrick Reed yfirgefur Callaway og búinn að semja við Nike
Það hefur verið nóg að gera hjá kylfingum undanfarið að skipta um og skrifa undir hjá nýjum kylfu- og fataframleiðendum. Sergio Garcia og Xander Schauffele skrifuðu báðir undir hjá Callaway fyrr í vikunni, ásamt því skrifuðu þeir tveir og Tyrrell Hatton undir hjá Adidas.
Nú hefur Patrick Reed aftur á móti yfirgefið Callaway, en ekki er ljóst með hvaða kylfum hann mun leika með á tímabilinu.
I am so proud to announce that I have signed with Nike! I am so happy to return to the Nike family and be a part of such an elite group! #Nike #justdoit #NikeGolf pic.twitter.com/NRGRS6UsWc
— Patrick Reed (@PReedGolf) January 4, 2018
Einnig tilkynnti hann á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann hafi samið við Nike um að leika í fatnaði frá fyrirtækinu. Reed var samningsbundinn Nike áður en hann fór yfir til Callaway fyrir fjórum árum. Nú hefur hann snúið aftur til Nike, en þar sem Nike framleiðir ekki lengur golfkylfur er ljóst að hann mun ekki leika með kylfum frá þeim.