Fréttir

PGA: Bradley byrjaði best á Valspar meistaramótinu
Keegan Bradley.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 30. apríl 2021 kl. 09:27

PGA: Bradley byrjaði best á Valspar meistaramótinu

Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley er í forystu eftir fyrsta hringinn á Valspar meistaramótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi. Bradley lék fyrsta hringinn á 7 höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á næstu kylfinga.

Bradley fór frekar hægt af stað á fyrsta hringnum og var einungis á tveimur höggum undir pari eftir 11 holur en þá tók við ótrúlegur kafli þar sem hann fékk fimm fugla á síðustu sjö holum dagsins. Einu pörin komu á par 3 holunum þrettándu og sautjándu.

Emiliano Grillo, Ryan Moore, Hank Lebioda, Max Homa og Patton Kizzire eru jafnir í öðru sæti tveimur höggum á eftir Bradley og tveimur höggum á undan Englendingnum Paul Casey sem hefur titil að verja. Casey lék á 3 höggum undir pari og er í fínni stöðu til að verja titilinn í annað skiptið.

Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá fyrsta keppnisdeginum þar sem meðal annars er sýnt frá bestu tilþrifunum ásamt nýju andliti á mótaröðinni.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.