Fréttir

PGA: Bradley með tveggja högga forystu
Keegan Bradley.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 3. október 2020 kl. 19:03

PGA: Bradley með tveggja högga forystu

Það er Keegan Bradley sem er í forystu á Sanderson Frams Championship mótinu á PGA mótaröðinni þegar lokahollin eru í þann mund að fara af stað á þriðja hring.

Bradley er búinn að leika hringina tvo á 66 og 65 höggum og er hann því samtals á 13 höggum undir pari. Hann er aðeins búinn að tapa einu höggi það sem af er móti. Samtals er hann kominn með 12 fugla og einn örn.

Fyrir þriðja hringinn var J.T. Poston og Charley Hoffman jafnir í öðru sæti á 11 höggum undir pari. Ástralinn Cameron Davies er aftur á móti að leika gríðarlega vel á þriðja hringnum, en hann er á sex höggum undir pari eftir 11 holur, og er hann því orðinn jafn í öðru sæti á 11 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.