Fréttir

PGA: Einungis Tiger og Nicklaus fljótari að vinna 13 sinnum
Tiger Woods og Justin Thomas á góðri stundu.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 4. ágúst 2020 kl. 09:00

PGA: Einungis Tiger og Nicklaus fljótari að vinna 13 sinnum

Justin Thomas sigraði í gær á St. Jude Invitational Heimsmótinu sem er hluti af Evrópu- og PGA mótaröðinni.

Með sigrinum komst Thomas upp í efsta sæti heimslistans en auk þess er hann efstur á stigalista PGA mótaraðarinnar.

Thomas, sem er 27 ára gamall, hefur nú unnið 13 mót á PGA mótaröðinni og eru einungis tveir kylfingar í sögu mótaraðarinnar sem náðu þeim árangri fyrr, þeir Tiger Woods og Jack Nicklaus.

Thomas var 27 ára gamall, þriggja mánaða og fjögurra daga gamall í gær þegar hann sigraði á St. Jude Invitational. Til samanburðar var Woods tæplega 24 ára gamall og Nicklaus rúmlega 25 ára gamall.

Fjórir yngstu kylfingarnir til að vinna 13 sinnum:

Tiger Woods - 23 ára, 9 mánaða og 24 daga
Jack Nicklaus - 25 ára, 2 mánaða og 21 dags
Justin Thomas, 27 ára, 3 mánaða og 4 daga
Rory McIlroy, 27 ára, 4 mánaða og 21  dags

Næsta mót á PGA mótaröðinni er PGA meistaramótið en það er fyrsta risamót ársins.

View this post on Instagram

Making their mark early.

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on