Fréttir

PGA: Johnson og Putnam í sérflokki
Dustin Johnson.
Sunnudagur 10. júní 2018 kl. 08:00

PGA: Johnson og Putnam í sérflokki

Bandaríkjamennirnir Andrew Putnam og Dustin Johnson eru í forystu eftir þrjá hringi á FedEx St. Jude Classic mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni.

Johnson og Putnam eru báðir á 15 höggum undir pari, heilum 5 höggum á undan Stewart Cink sem er annar.

Johnson er í leit að sínum 18 titli á PGA mótaröðinni en hann hefur verið einn besti kylfingur heims undanfarin ár. Putnam er hins vegar að berjast um sinn fyrsta sigur á mótaröðinni og því verður fróðlegt að fylgjast með lokahring mótsins sem fer fram í dag, sunnudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640