Fréttir

PGA: Koepka kominn á toppinn
Brooks Koepka.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 24. ágúst 2019 kl. 09:06

PGA: Koepka kominn á toppinn

Það er Brooks Koepka sem er í forystu eftir tvo hringi á Tour Championship mótinu en annar hringur mótsins var leikinn í gær. Hann er þó aðeins höggi á undan þeim Justin Thomas og Rory McIlroy.

Þeir Koepka og McIlroy léku báðir á 67 höggum í gær eða þremur höggum undir pari, sem var jafnframt næst bestu hringur gærdagsins. Koepka lék fyrri níu holurnar á þremur höggum undir pari, þar sem hann fékk þrjá fugla og restina pör. Á síðari níu holunum fékk hann einn skolla og restina pör. Koepka er samtals á 13 höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina.

McIlroy og Thomas eru jafnir í öðru sæti á 12 höggum undir pari en þeir léku á 67 og 68 höggum í gær. Höggi á eftir þeim er Xander Schauffele en hann lék á 69 höggum í gær.

Chez Reavie átti besta hring gærdagsins er hann kom í hús á 64 höggum. Hann er jafn í sjöunda sæti á samtals á sex höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.