Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Kuchar með forystu í hálfleik
Matt Kuchar
Laugardagur 12. janúar 2019 kl. 08:00

PGA: Kuchar með forystu í hálfleik

Það er Matt Kuchar sem er í forystu eftir tvo hringi á Sony Open mótinu sem fram fer á PGA mótaröðinni. Hann hefur leikið báða hringi mótsins á 63 höggum og er einu höggi á undan næsta manni.

Kuchar tapaði ekki einu höggi á fyrsta hring mótsins. Hann hélt áfram sömu stöðugu spilamennskunni á öðrum hringnum og fékk sex fugla, einn örn og einn skolla. Eftir fyrstu tvo hringina er hann á samtals 14 höggum undir pari.

Einn í öðru sæti er Andrew Putnam. Hann lék á fimm höggum undir pari í gær, eða 65 höggum, og er eftir hringina tvo á 13 höggum undir pari.

Næstu menn eru síðan á 10 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)