Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

PGA meistaramótið leikið án áhorfenda
Brooks Koepka.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 22. júní 2020 kl. 21:27

PGA meistaramótið leikið án áhorfenda

Vegna Covid-19 verður fyrsta risamót ársins, PGA meistaramótið, leikið án áhorfenda. Í ár er leikið á TPC Harding Park vellinum í San Francisco og átti mótið upphaflega að fara fram í maí en mótið var fært fram til 6.-9. ágúst.

Nú hafa mótshaldarar í samráði við yfirvöld í Kaliforníu og San Francisco staðfest að engir áhorfendur verða leyfðir á mótsstað.

„Við erum spennt og þakklát fyrir að fá að 'halda áfram',“ sagði framkvæmdarstjóri PGA-sambands Bandaríkjanna.

„Við viljum þakka Kaliforníu og San Francisco fyrir frábært samstarf og koma okkur á þann stað sem við erum í dag.“

„Þrátt fyrir að áhorfendur verði ekki á staðnum, þá munum við reyna að halda uppi þeim anda sem þeir færa móti sem þessu.“

Brooks Koepka hefur unnið mótið síðustu tvö ár og getur með sigri orðið fyrsti kylfingurinn í sögunni til að vinna mótið þrjú ár í röð.