Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Óvíst hvort leikur klárast í dag
Justin Rose
Sunnudagur 9. september 2018 kl. 12:34

PGA: Óvíst hvort leikur klárast í dag

Vegna mikillar rigningar í nótt og meira að vænta í dag er alls kostar óvíst hvort að náist að ljúka við BMW Championship mótið sem átti að klárast í dag.

Þrátt fyrir að teigtímum hafi verið breytt til að reyna sporna við seinkun þá hafa miklar rigningar síðustu daga gert Aronmink völlinn óleikhæfan. 

Mótið er þriðja mótið af fjórum í FedEx úrslitakeppninni sem er lokahnykkur PGA tímabilsins. Eftir þetta mót ræðst hvaða 30 kylfingar komast á lokamótið. Justin Rose er í forystu á 17 höggum undir pari, einu höggi á undan Rory McIlroy og Xander Schauffele.

Frekari fregna er að vænta síðar í dag hvort leikið verður í dag eður ei.