Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

PGA: Sá fimmtugi í forystu
Phil Mickelson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 26. júní 2020 kl. 23:47

PGA: Sá fimmtugi í forystu

Phil Mickelson sem nýlega varð fimmtugur hélt uppteknum hætti frá því í gær og er í forystu eftir tvo hringi á Travelers Championship mótinu.

Mickelson hefur leikið frábært golf það sem af er móti og hefur hann til að mynda aðeins tapað einu höggi á fyrstu tveimur hringjunum. Á hringnum í dag fékk hann átt fugla, þar af fimm á síðari níu holunum, einn skolla og restina pör. Eftir tvo hringi er Mickelson á 13 höggum undir pari.

Jafnir í öðru sæti á 12 höggum undir pari eru þeir Will Gordon og Mackenzie Hughes, en Hughes var í forystu fyrir daginn í dag.

Efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, er jafn í fjórða sæti á níu höggum undir pari ásamt fleirum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.