Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

PGA: Simpson fagnaði sigri eftir æsispennandi lokadag
Webb Simpson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 22. júní 2020 kl. 11:25

PGA: Simpson fagnaði sigri eftir æsispennandi lokadag

Lokadagurinn á RBC Heritage mótinu á PGA mótaröðinni fór fram í gær og var mikil spenna. Svo fór að lokum að Webb Simpson sigraði eftir frábæran endasprett.

Fyrir daginn voru þeir Simpson, Tyrrell Hatton, Abraham Ancer og Ryan Palmer jafnir á toppnum. Palmer náði sér ekki á strik og var því fljótt dottinn aftur úr efstu mönnum.

Sigurvegari síðustu helgar, Daniel Berger, byrjaði daginn höggi á eftir og kom sér með góðri spilamennsku upp í efsta sætið um tíma. Simpson fékk aftur á móti fimm fugla á síðustu sjö holunum og skaut hann því keppinautum sínum ref fyrir rass endaði höggi á undan Ancer. Simpson endaði mótið á 22 höggum undir pari á meðan Ancer varð á 21 höggi undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.