Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

PGA: Simpson í forystu eftir tvo hringi á RBC Heritage
Webb Simpson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 20. júní 2020 kl. 10:16

PGA: Simpson í forystu eftir tvo hringi á RBC Heritage

Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson leiðir eftir tvo hringi á RBC Heritage mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi. Simpson er á 12 höggum undir pari eftir tvo hringi, höggi á undan næstu kylfingum.

Simpson hefur nú þegar sigrað á móti á þessu tímabili en hann sigraði á Waste Management Phoenix Open mótinu í febrúar.

Jafnir í öðru sæti eru þeir Bryson DeChambeau og Corey Conners en sá síðarnefndi lék á 8 höggum undir pari á öðrum keppnisdegi.

Líkt og Kylfingur greindi frá á föstudaginn er Nick Watney hættur keppni í mótinu en hann greindist með Covid-19.

Staðan í mótinu.

View this post on Instagram

The weekend awaits the leaders @rbcheritage.

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on